Styrmir Sigurjónsson, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Arion banka, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá bankanum. Styrmir hefur verið framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs og setið í framkvæmdastjórn bankans frá árinu 2020. Styrmir mun gegna starfi framkvæmdastjóra þar til nýr aðili tekur við starfinu.
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka:
„Styrmir hefur leitt umfangsmiklar breytingar þegar kemur að upplýsingatæknimálum hjá Arion banka og gert það með afar farsælum hætti. Ég þakka Styrmi hans góðu störf í þágu bankans og óska honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem hann tekst á hendur.“