Leiðrétting: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun. Frétt birt: 2023-03-15 18:22

2023-03-15 19:46:00

Vitlaus fyrirsögn var í tilkynningu sem birt var þann 15. mars 2023 klukkan 18:22. Rétt fyrirsögn er "Leiðrétting: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun. Frétt birt: 2023-03-14 21:48"

Í fréttatilkynningu sem var birt þann 14. mars 2023 var fjöldi eigin bréfa bankans ekki réttur. Réttur fjöldi eigin hluta og heimildarskírteina í lok viku 10 er 56.175.011. Fjöldi bréfa í fyrri tilkynningu tók ekki tillit til bréfa sem nýtt voru til að uppfylla skuldbindingar félagsins samkvæmt kaupréttarsamningum, sem gerðir eru á milli félagsins og starfsfólks þess, sem og til greiðslu kaupauka, í samræmi við starfskjarastefnu og kaupaukakerfi bankans. Sjá leiðréttar upplýsingar hér fyrir neðan.

Vísað er til tilkynningar Arion banka sem birt var 9. febrúar 2023 um framkvæmd endurkaupaáætlunar. Í 10. viku 2023 keypti Arion banki eigin sænsk heimildarskírteini (SDR) á Nasdaq í Stokkhólmi. Tekið er fram að endurkaupum á hlutabréfum á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland er lokið. Sjá frekari upplýsingar hér að neðan.

EnEndurkaup á heimildarskírteinum á Nasdaq í Stokkhólmi voru eftirfarandi:

DagsetningTímiKeypt SDRViðskiptaverðKaupverð (SEK)SDR í eigu Arion eftir viðskipti
6.3.202309:30:121.87211,2020.9662.617.453
6.3.202309:30:1293011,2010.4162.618.383
6.3.202309:30:125.00011,2056.0002.623.383
6.3.202309:30:122.19811,2024.6182.625.581
7.3.202310:38:152.00011,3422.6802.627.581
7.3.202309:41:454.31811,3448.9662.631.899
7.3.202309:41:325.68211,3464.4342.637.581
8.3.202309:29:584.91511,3055.5402.642.496
8.3.202309:29:587.08511,3080.0612.649.581
9.3.202310:14:344.94011,1254.9332.654.521
9.3.202310:08:5416211,121.8012.654.683
9.3.202310:00:009011,121.0012.654.773
9.3.202309:58:442.07411,1223.0632.656.847
9.3.202309:28:364.73411,0252.1692.661.581
10.3.202309:17:216.00011,1066.6002.667.581
10.3.202309:17:055.00011,1055.5002.672.581
  57.000 638.7472.672.581

Arion banki átti fyrir viðskiptin í viku 10 samtals 59.990.737 eigin hluti og heimildarskírteini og á bankinn í lok viku 10 samtals 56.175.011 eigin hluti og heimildarskírteini. Samtals á bankinn nú sem nemur 3,72% af útgefnum hlutum í félaginu. Frá því að endurkaupaáætlun hófst hefur bankinn keypt samtals 7.925.000 hluti og 585.276 heimildarskírteini.

Heimilt verður að kaupa allt að 640.000 SDR í Svíþjóð, sem samsvarar 0,04% af útgefnum hlutum og allt að 7.925.000 hluti á Íslandi, eða sem svara til 0,52% af útgefnum hlutum bankans (samtals um 0,56% af útgefnum hlutum). Fjárhæð endurkaupanna skal ekki nema hærri fjárhæð en sem svarar til 100.000.000 kr. í Svíþjóð og 1.500.000.000 kr. á Íslandi (samtals 1,6 milljarðar króna). Framkvæmd endurkaupaáætlunar lýkur þegar framangreindu er náð eða í síðasta lagi 15. mars 2023. Arion banki hf. hefur heimild til að stöðva framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar hvenær sem er á tímabilinu.
 
Endurkaupaáætlunin er framkvæmd í samræmi við lög og reglur á Íslandi og í Svíþjóð, eins og við á, þar með talin Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik („MAR“) og ákvæði framseldar reglugerðar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. 2016/1052, sem og íslensk lög um hlutafélög nr. 2/1995, lög nr. 60/2021 um aðgerðir gegn markaðssvikum auk reglugerðar nr. 320/2022 um sama efni. Viðskipti með eigin hluti í samræmi við endurkaupaáætlunina verða birt opinberlega í samræmi við gildandi lög og reglur í Svíþjóð og á Íslandi, eins og við á.

MFN