Arion banki: Útboð sértryggðra skuldabréfa þann 29. mars 2023

2023-03-22 17:15:00

Arion banki heldur útboð á sértryggða skuldabréfaflokkunum ARION CB 27 miðvikudaginn 29. mars 2023.

Útboðið er með hollensku fyrirkomulagi þar sem öll skuldabréfin verða seld á sama verði, á hæstu samþykktu ávöxtunarkröfunni. Arion banki áskilur sér rétt til þess að samþykkja öll tilboð, hafna öllum tilboðum eða taka tilboðum að hluta.

Áætlaður uppgjörsdagur er 5. apríl 2023.

Markaðsviðskipti Arion banka hafa umsjón með útboðinu. Tilboðum skal skilað til skuldabrefamidlun@arionbanki.is fyrir kl. 16:00 þann 29. mars 2023.

MFN