Arion banki hf.: Útboð á víkjandi skuldabréfum í íslenskum krónum

2022-11-17 09:30:00

Arion banki verður með lokað útboð á tveimur flokkum víkjandi skuldabréfa, sem telja til eiginfjárþáttar 2 (e. Tier 2). Boðnir verða út tveir flokkar, verðtryggður og óverðtryggður flokkur.
Báðir flokkarnir verða vaxtagreiðslubréf með vaxtagreiðslum tvisvar á ári. Lokagjalddagi er 15. desember 2033 og með innköllunarheimild af hálfu útgefanda 15. desember 2028 og á öllum vaxtagjalddögum þar á eftir.

Útboðið verður haldið þann 1. desember 2022 með uppgjöri og skráningu á Nasdaq Iceland þann 15. desember nk.

Útgáfan verður gefin út undir 3,0 milljarða evra Euro Medium Term Notes (EMTN) útgáfuramma bankans. Grunnlýsingu EMTN rammans má nálgast hérna: https://wwwv2.arionbanki.is/bankinn/fjarfestatengsl/skuldabrefafjarfestar/fjarmognun-og-utgafulysing/#Tab1

Arion banki áskilur sér rétt til þess að samþykkja öll tilboð, hafna öllum tilboðum eða taka tilboðum að hluta

Markaðsviðskipti Arion banka hafa umsjón með útboðinu. Tilboðum skal skilað á tölvupóstfangið skuldabrefamidlun@arionbanki.is fyrir kl. 16:00 þann 1. desember 2022.

MFN