Vísað er til tilkynningar Arion banka sem birt var 16. mars 2023 um frekari endurkaup samkvæmt endurkaupaáætlun. Í 12. viku 2023 keypti Arion banki eigin hluti á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. og sænsk heimildarskírteini (SDR) á Nasdaq í Stokkhólmi. Sjá frekari upplýsingar hér að neðan.
Endurkaup á hlutum á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í umrædd skipti voru eftirfarandi:
Dagsetning | Tími | Keyptir hlutir | Viðskiptaverð | Kaupverð (kr.) | Hlutir í eigu Arion eftir viðskipti |
20.03.2023 | 09:42:44 | 2.615 | 133,50 | 349.103 | 53.505.045 |
20.03.2023 | 09:48:26 | 6.000 | 133,50 | 801.000 | 53.511.045 |
20.03.2023 | 10:27:50 | 5.243 | 133,50 | 699.941 | 53.516.288 |
20.03.2023 | 13:28:14 | 8.500 | 133,50 | 1.134.750 | 53.524.788 |
20.03.2023 | 13:53:48 | 77.642 | 133,50 | 10.365.207 | 53.602.430 |
20.03.2023 | 14:14:21 | 100.000 | 133,00 | 13.300.000 | 53.702.430 |
20.03.2023 | 15:15:48 | 15.240 | 133,00 | 2.026.920 | 53.717.670 |
20.03.2023 | 15:24:01 | 300.000 | 133,50 | 40.050.000 | 54.017.670 |
21.03.2023 | 12:15:59 | 500.000 | 136,50 | 68.250.000 | 54.517.670 |
21.03.2023 | 12:19:45 | 400.000 | 136,50 | 54.600.000 | 54.917.670 |
23.03.2023 | 09:52:16 | 140.000 | 137,00 | 19.180.000 | 55.057.670 |
24.03.2023 | 14:58:27 | 350 | 132,00 | 46.200 | 55.058.020 |
24.03.2023 | 15:19:08 | 99.650 | 132,00 | 13.153.800 | 55.157.670 |
1.655.240 | 223.956.920 | 55.157.670 |
Endurkaup á heimildarskírteinum á Nasdaq í Stokkhólmi voru eftirfarandi:
Dagsetning | Tími | Keypt SDR | Viðskiptaverð | Kaupverð (SEK) | SDR í eigu Arion eftir viðskipti |
22.03.2023 | 16:22:22 | 80 | 10,00 | 800 | 2.706.385 |
80 | 800 | 2.706.385 |
Arion banki átti fyrir viðskiptin í viku 12 samtals 56.208.735 eigin hluti og heimildarskírteini og á bankinn í lok viku 12 samtals 57.864.055 eigin hluti og heimildarskírteini. Samtals á bankinn nú sem nemur 3,83% af útgefnum hlutum í félaginu. Frá því núverandi umferð endurkaupa hófst hefur bankinn keypt samtals 1.655.240 hluti og 80 heimildarskírteini.
Endurkaupum á hlutum og heimildarskírteinum Arion banka er skipt milli íslenska og sænska markaðarins. Skilmálar þeirra endurkaupa bankans varða endurkaup á allt að 246.000 heimildarskírteinum í Svíþjóð, sem samsvara 0,02% af þegar útgefnu hlutafé bankans, og endurkaup á allt að 7.700.000 hlutum Arion banka hjá Nasdaq Iceland, sem samsvara 0,51% af þegar útgefnu hlutafé bankans. Heildarendurgjald sem bankinn mun greiða fyrir endurkaup heimildarskírteina í Svíþjóð í þeirri umferð endurkaupa sem fer fram þar mun að hámarki nema 40 milljónum íslenskra króna. Heildarendurgjald fyrir endurkaup hlutabréfa á Íslandi í þeirri umferð endurkaupa sem fer fram þar mun að hámarki nema 1.230 milljónum íslenskra króna. Samanlögð fjárhæð sem bankinn mun verja til þeirra endurkaupa hluta og heimildarskírteina sem hér eru kynnt nemur því að hámarki einum milljarði tvö hundruð og sjötíu milljónum króna (1.270.000.000 kr.). Endurkaupum á hlutum og heimildarskírteinum Arion banka samkvæmt núverandi endurkaupaáæltun mun í síðasta lagi ljúka 1. júní 2023, eða þegar markmið endurkaupa hafa náðst. Arion banki áskilur sér rétt til þess að hætta hvenær sem er endurkaupum á öðrum hvorum eða báðum ofangreindum mörkuðum.
Endurkaupin eru framkvæmd í samræmi við lög og reglur á Íslandi og í Svíþjóð, eins og við á, þar með talin Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik („MAR“) og ákvæði framseldar reglugerðar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. 2016/1052, sem og íslensk lög um hlutafélög nr. 2/1995, lög nr. 60/2021 um aðgerðir gegn markaðssvikum auk reglugerðar nr. 320/2022 um sama efni. Viðskipti með eigin hluti verða birt opinberlega í samræmi við gildandi lög og reglur í Svíþjóð og á Íslandi, eins og við á.