Arion banki hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun

2022-11-08 17:47:00

Vísað er til tilkynningar Arion banka sem birt var 5. september 2022 um framkvæmd endurkaupaáætlunar. Í 44. viku 2022 keypti Arion banki eigin hluti á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. Sjá frekari upplýsingar hér að neðan.

Endurkaup á hlutum á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í umrædd skipti voru eftirfarandi:

DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Hlutir í eigu Arion eftir viðskipti
01.11.202209:51:495.200164,00852.80033.035.700
01.11.202211:15:331.500164,00246.00033.037.200
01.11.202211:19:29300.000165,0049.500.00033.337.200
01.11.202214:10:2091.755164,5015.093.69833.428.955
01.11.202214:10:27201.545164,5033.154.15333.630.500
02.11.202213:06:4135.000162,505.687.50033.665.500
02.11.202213:13:45215.000162,5034.937.50033.880.500
02.11.202213:25:4459.883162,009.701.04633.940.383
02.11.202213:27:15190.117162,0030.798.95434.130.500
02.11.202213:44:367.538161,501.217.38734.138.038
02.11.202214:23:09192.462161,5031.082.61334.330.500
03.11.202209:33:13400.000159,2563.700.00034.730.500
03.11.202214:04:01125.000159,2519.906.25034.855.500


1.825.000
295.877.90034.855.500

Endurkaup á heimildarskírteinum á Nasdaq Stokkhólmi er lokið.

Arion banki átti fyrir viðskiptin í viku 44 samtals 35.117.805 eigin hluti og heimildarskírteini og á bankinn í lok viku 44 samtals 36.942.805 eigin hluti og heimildarskírteini. Samtals á bankinn nú sem nemur 2,45% af útgefnum hlutum í félaginu. Frá því að endurkaupaáætlun hófst hefur bankinn keypt samtals 25.642.344 hluti og 573.000 heimildarskírteini.

Heimilt verður að kaupa allt að 573.000 SDR í Svíþjóð, sem samsvarar 0,04% af útgefnum hlutum og allt að 28.077.000 hluti á Íslandi, eða sem svara til 1,86% af útgefnum hlutum bankans (samtals um 1,9% af útgefnum hlutum). Fjárhæð endurkaupanna skal ekki nema hærri fjárhæð en sem svarar til 100.000.000 kr. í Svíþjóð og 4.900.000.000 kr. á Íslandi (samtals 5 milljarðar króna). Framkvæmd endurkaupaáætlunar lýkur þegar framangreindu er náð eða í síðasta lagi 15. mars 2023. Arion banki hf. hefur heimild til að stöðva framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar hvenær sem er á tímabilinu.
 
Endurkaupaáætlunin er framkvæmd í samræmi við lög og reglur á Íslandi og í Svíþjóð, eins og við á, þar með talin Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik („MAR“) og ákvæði framseldar reglugerðar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. 2016/1052, sem og íslensk lög um hlutafélög nr. 2/1995, lög nr. 60/2021 um aðgerðir gegn markaðssvikum auk reglugerðar nr. 320/2022 um sama efni. Viðskipti með eigin hluti í samræmi við endurkaupaáætlunina verða birt opinberlega í samræmi við gildandi lög og reglur í Svíþjóð og á Íslandi, eins og við á.

MFN